mánudagur, janúar 26, 2009

Stjórnin er fallin!


Til hamingju Ísland

þriðjudagur, janúar 06, 2009

Ætli það sé verið að gefa tóninn fyrir hvítþvottinn um bankahrunið með þessu ?

www.ruv.is
6. janúar 2009

Fyrst birt: 05.01.2009 22:29
Síðast uppfært: 05.01.2009 22:30

2 skýrslur komnar um hrunið

Tvö af þremur endurskoðunarfyrirtækjum sem rannsakað hafa bankanna í aðdraganda hrunsins hafa skilað skýrslum til Fjármálaeftirlitsins. Fyrirtækið sem rannsakar Glitni skilar af sér um mánaðamótin. Efnið verður ekki gert opinbert.

Endurskoðunarfyrirtækið Ernst og Young var fengið til þess að rannsaka Glitni eftir að KPMG sagði sig frá verkinu fyrir jól. Erlendur sérfræðingur stýrir þeirri vinnu í samvinnu við starfsmenn Ernst og Young hér á landi. PriceWaterHouse Coopers og Deloitte skiluðu sínum niðurstöðum fyrir áramót eins og stefnt var að.

Fyrirtækin áttu meðal annars að fara yfir viðskipti bankanna fyrir hrunið og hvort lög og reglur hafi verið brotin. Árni Tómasson formaður skilanefndar Glitnis á ekki von á því að skýrsla Ernst og Young verði gerð opinber en skilanefndin fær drög að henni í lok mánaðarins. Fjármáleftirlitið mun hins vegar fara í saumana á henni og ennfremur rannsóknarnefndin sem Alþingi skipaði fyrir áramót.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item244731/

mánudagur, desember 29, 2008

Gamlársdag kl. 13.30

Tekið af bloggsíðu Einars Ólafssonar: http://einarolafsson.blog.is/blog/einarolafsson/entry/754704/?t=0

ÓGÖNGUR 2008 - NEYÐARBLYSFÖR - Gamlársdag kl. 13.30 - Látum það ganga!

Senn líður að Neyðarblysför Ógöngu 2008. Öllum sem á blysi geta haldið er stefnt að gamla tugthúsinu við Lækjartorg, öðru nafni Stjórnarráð Íslands kl. 13.30 á Gamlársdag.

Tendruð verða blys og síðan gengið að Alþingi við Austurvöll. Að lokum förum við að Hótel Borg (sem enn hýsir góðærisveitingastaðinn Silfur), þar sem formenn stjórnmálaflokkanna bulla í beinni útsendingu í Kryddsíld Stöðvar 2, sem hefst kl. 14.00. Þar eru göngumenn hvattir til að tendra enn fleiri neyðarblys og hávaðasama kínverja. Eins er tilvalið að banka á glugga, skekja spjöld og fána, sleikja rúður eða eins og hver hefur geð til.

Áhugaverur um kröfugöngur, sem hafa mótmælt öllu síðan 1999, skora á landsmenn að sýna hug sinn í verki og minna valdhafa, sem hafa komið okkur á enn kaldari klaka, að við erum þjóðin og þau eru í vinnu hjá okkur en ekki öfugt.

Þjóð gengur þá þrír ganga! - Lifi hugarfarsbyltingin!

Vakin er athygli á því að flugeldasalan Gullborg, Bíldshöfða 18 gefur þátttakendum í Ógöngum 25% afslátt á neyðarblysum. 2-3 blys væru gott veganesti.

- - - - - - - - - - - - - - - - - -

Þá er komið að kommbakki Galopnu kröfugangarinnar og í ár göngum við á Facebook undir nafninu ÓGÖNGUR 2008.

Upphaflegt markmið hinnar galopnu kröfugöngu var að skapa vettvang til að viðra lýðræðið og tjáningarfrelsið. Fyrst með Meðgöngu 1999, svo Afturgöngu 2000, síðan var það Afganga 2001 og Lausaganga 2002 (með afbrigðunum Svalaganga, Sniðganga og Útganga) og síðast fór fram Leynigánga 2003 (eða ekki).

Nú er svo komið í lýðveldi okkar ef lýðveldi skyldi kalla að nauðsynlegt er að bera í bakkafullan lækinn. Það gerum við hér á Fésbókinni - með því að fylla hér síður af kröfum okkar (með veggjakroti eða með ljósmyndum o.fl - sjá neðar hér á síðunni) hverjar sem þær nú eru og endum svo með blysför að stjórnarráðinu á gamlársdag með viðkomu í Kryddsíldinni.

Slagorð Áhugamanna um kröfugöngur:

Vér mótmælum öllu!
Látum það ganga!
Þjóð gengur þá þrír ganga!
Byltingin bloggar sig sjálf!

Sjá nánar sögu Galopnu kröfugöngunnar á vefslóðinni: http://this.is/gangan

http://www.facebook.com/event.php?eid=66051215608

miðvikudagur, desember 17, 2008

Tær snilld.

Þetta er margfalt fyndnara heldur en talsettar myndir í Þýskalandi.

fimmtudagur, desember 11, 2008

Varðandi lög um endurskoðendur og aðför sitjandi Ríkisstjórnar að lýðræði Íslands.

Vegna mikillar reiði þá leyfi ég mér að tjá mig á eftirfarandi hátt.

Lög um endurskoðendur

9. gr. Endurskoðanda er óheimilt að endurskoða hjá stofnunum og fyrirtækjum: 
 1. ef hann er að einhverju leyti ábyrgur fyrir skuldbindingum viðkomandi stofnana eða fyrirtækja,
 2. ef hann er undir stjórn eða á annan hátt háður stjórnarmönnum, framkvæmdastjóra, prókúruhafa eða þeim starfsmönnum sem annast eða hafa eftirlit með bókhaldi og fjármálum,
 3. ef hann er eða hefur verið maki aðila skv. 2. tölul., skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að öðrum lið til hliðar eða tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar,
 4. ef hann sjálfur, venslamenn hans skv. 3. tölul. eða næstu yfirmenn eiga meira en óverulegra hagsmuna að gæta hjá viðkomandi stofnun eða fyrirtæki,
 5. ef hann er fjárhagslega háður þeim sem endurskoða á,
 6. ef að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlutdrægni hans í efa með réttu.

Ný lög um endurskoðendur

VI. kafli. Óhæði endurskoðenda.
19. gr. Í endurskoðunarverkefnum skal endurskoðandi og endurskoðunarfyrirtæki vera óháð viðskiptavini sínum, bæði í reynd og ásýnd. Endurskoðandi skal eigi framkvæma endurskoðun ef einhver þau tengsl eru á milli endurskoðandans og viðskiptavinar hans sem eru til þess fallin að vekja efa um óhæði hans hjá vel upplýstum þriðja aðila, svo sem atvinnutengsl, bein eða óbein fjárhagsleg tengsl eða viðskiptatengsl önnur en leiðir af endurskoðuninni.


Þið eruð yfir FME og Skilanefndum bankana og því er það ykkar starf að sjá til þess lög þessi séu ekki brotin, það þíðir ekkert fyrir ykkur að vera bera fyrir ykkur minnisleysi þegar þið eruð krafin svara!

Þið eruð í vinnu hjá mér en ekki í vinnu hjá Baugi eða öðrum grunuðum fjárglæframönnum, og hvernig má það vera að Tryggvi Jónsson dæmdur fjársvikari skuli fá að starf óáreittur í Landsbankanum, er hann ekki að brjóta lög.

Í hæstaréttardóminum yfir Tryggva Jónssyni í Baugsmálinu er m.a. sagt eftirfarandi:
"Við ákvörðun refsingar verður að gæta að því að ákærði framdi þessi brot í starfi forráðamanns almenningshlutafélags og voru þau einkar ófyrirleitin í ljósi langrar starfsreynslu hans á fyrri stigum sem löggiltur endurskoðandi.
Og svo er Jón Ásgeir Jóhannesson enn í stjórnum fyrirtækja, hvernig má það vera að Dómsvaldið gengur ekki hart að því að framfylgja dómnum yfir honum, er Samfylkingingin kannski að halda hlífskildi yfir þessum mönnum?

Eins þykir mér það sérkennilegt og það ofbýður mér að enn skuli sitja sem fastast æðstu starfsmenn gömlu bankanna í störfum innan nýju bankana t.d Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans. Daglega spretta fram mörg mál í fréttum um lögbrot og spillingu er varða bankahrunið, og þið berið við minnisleysi, talið um að margföld mistök verði gerð sem megi svo skoða síðar, þið eruð uppvís að því að hafa ekki yfirsýn yfir hverjir starfa á vegum skilanefndanna, óviðeigandi hagsmunatengsl endurskoðenda er ekki að gætt, kjörinn þingmaður segir sig úr stjórn fyrirtækja og segist NÚNA ætla að fara að einbeita sér 100% að stjórnmálum sem er stór undarlegt þar sem að þegar fólk er kosið inn á þing þá vænta kjósendur þess að þingmenn séu í 100% starfi á vegum þeirra á Alþingi, þið muldrið aftur og aftur um að ekki megi persónugera bankahrunið og talið um utanaðkomandi hamfara kreppu, segið sjálf að þið mynduð mótmæla með mótmælendum ef þið væruð ekki í stjórn, viðhafið dónaskap fyrirlitningu skæting og trúðslæti þegar þið komið og talið við almenning á opnum Borgarafundi sem er sjónvarpað beint frá, Þið standið í rifrildi við einn Seðlabankastjórann en viljið samt ekki setja hann frá störfum þó hann sé hafður að háði hjá sérfræðingum annarra landa, ráðinn er norskur hernaðarsérfræðingur með bein tengsl við Bjarna Ármannsson sem almannatengsla fulltrúa Forsætisráherra, Fjármálaráðherra semur af sér þegar hann er á fundum utanlands og virðist ekki vita neitt um hvað Fjármálaráðherra Bretlands er að vitna í þegar hann talar við hann í síma, Dómsmálaráðherra hneykslast á FME og KPMG en skilur samt ekki að sömu hnekkir í starfi eiga við hann og ummæli hans í fréttum um ráðningu Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara og Boga Nílssonar fyrrverandi ríkissaksóknara til að rannsaka syni sína, þið gerið ekkert til þess að skattstjóri leggi fram gögn um grun um fjársvik í gegnum Lúxemborg, og þið kallið þjóðina SKRÍL, þið segist ekki skilja reiðina í þjóðinni, þið viðurkennið ekki að þið eruð rúin trausti, þið segið við þjóðina að hún sé ekki þjóðin, þið talið um ábyrgð en samt skiljið þið ekki hvað pólitísk ábyrgð er.

Hverslags siðferðisleysi og barnaskapur er þetta eiginlega í ykkur? þið eruð búin að eyðileggja orðspor Íslands á alþjóðavegu en samt haldið þið sem sváfuð á verðinum, leynduð upplýsingum og hlustuðuð ekkert á varnaðar orð um að fjármálakerfið væri að hrynja en skáluðuð samt með fjárglæframönnum og ferðuðust í einkaþotum þeirra, fóruð í siglingu með JÁJ, þið haldið enn að þið séuð best til þess fallin að bjargamálum.
Þið eruð svo gjörsamlega samofin spillingunni og samsek að þið greinilega reynið allt til þess að halda í stólana ykkar.

Þið eigið að sjá sóma ykkar í því að fara frá völdum strax og skammast ykkar, því þið hafið saurgað lýðræði Íslands.

mánudagur, nóvember 24, 2008

Kómísk samfylking og vantraust tillaga á ríkisstjórnina.

Tillaga formanna stjórnarandstöðuflokkanna um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar, er á dagskrá Alþingis í dag og svo mun fara fram atkvæða greiðsla um tillöguna í lok umræðna.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig atkvæðin munu fall hjá Samfylkingunni í ljósi þess að bæði Viðskiptaráðherra,Umhverfisráðherra og einnig Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin eigi ekki að sitja úr kjörtímabilið.
Og svo er gaman að velta fyrir sér hvert atkvæði Ingibjörg Sólrún fellur, eftir mjög svo kómíska yfirlýsingu hennar á miðstjórnar fundi samfylkingarinnar um helgina "Jafnframt sagði Ingibjörg að þeir mótmælafundir sem haldnir séu reglulega þessa dagana væru til marks um lífskraft fólksins í landinu og það fólk sem mætti í friðsöm mótmæli ætti hrós skilið því með því væri fólkið að taka þátt í málefnalegri umræðu í landinu. Ef hún væri ekki í ríkisstjórn myndi hún sjálf mæta á mótmælafundina(vísir.is)" hvort skyldi hún velja að mótmæla sjálfri sér í dag eða ekki ?

föstudagur, ágúst 15, 2008

Photobucket